Ford E-Transit Custom
- áreiðanlegur rafsendibíll

E-Transit Custom

Verð frá 9.290.000 kr.
Eyðsla frá 0,0 l/100
CO₂ losun frá 0,0 g/km

Enginn útblástur, óteljandi kostir!

Transit Custom hefur nýlega fengið rafdrifna uppfærslu. Með fleiri frábærum eiginleikum, áhrifamikilli drægni allt að 327 km skv. WLTP og dráttargetu upp á tvö tonn. Nýi E-Transit Custom er útblásturslaus útgáfa af fjölhæfa sendibílnum sem við þekkjum og elskum. Með næstu kynslóðar tengimöguleikum og snjallforritum færir E-Transit Custom þér öll tól sem þú þarft til að takast á við dagleg störf.

Hámarks vörurými: 5,2-7,9 rúmmetrar (VDA mæliaðferð)

Hámarks burðargeta: 1074 kg

Drægni: allt að 327 km skv. WLTP staðli.

Hafðu samband

Transit Custom var kjörinn sendibíll ársins 2024

Sérfræðidómnefnd skipuð 25 atvinnubílablaðamönnum kaus nýjan Transit Custom frá Ford Pro sem sigurvegara IVOTY 2024. Nýja kynslóðin af Ford Pro, sem kom á markað um alla Evrópu fyrr á þessu ári, býður upp á breitt úrval af útfærslum og kynnir einstaka, stafræna og viðskiptavinamiðaða eiginleika eins og 5G netbeini fyrir ofurhraða tengingu, afhendingaraðstoð sem getur sparað meira en 20 sekúndur í hverju stoppi, Alexa Innbyggt frá verksmiðjunni, hallandi stýri og fjölhæfa MultiCab yfirbyggingu.

Færanleg skrifstofa

Notaðu sendibílinn sem skrifstofu á hjólum! Ford SYNC 4 er með frábæra tengimöguleika og samþættingu með 5G netbeini og tengingum við snjallsíma. Hann er búinn 13" snertiskjá.

Ford Transit Custom delivery assist

Afhendingaraðstoð

Frábær tækni sem auðveldar þér lífið ef þú ert til dæmis að afhenda vörur. Þú notar 13" snertiskjáinn til að stilla kerfið eftir því sem þér hentar að hann geri þegar þú setur bílinn í 'park', til dæmis að loka gluggum, kveikja á viðvörunarljósum og læsa bílnum þegar bílstjórinn fer út. Eins er hægt að stilla kerfið til að framkvæma ákveðnar aðgerðir þegar bílstjórinn sest aftur inn.

Snjöll hönnun

Ford Transit Custom er búinn ýmsum öryggisbúnaði, til dæmis háþróaðri ökumannsaðstoð og öllu því helsta sem búast má við í nútíma sendibílum.

Ford E-Transit Custom Pro Power Onboard

Pro Power onboard

Þú getur notað rafmagnsverkfærin þín hvar sem er með Pro Power Onboard, sem er fáanlegt í allar útfærslur bílsins. Nú er einfaldlega ekkert mál að stinga nánast hvaða tæki sem er í samband við bílinn, hvort sem það er fartölva eða borðsög.

E-Transit Custom rafsendibíll

Nánari upplýsingar um verð, útfærslur og búnað koma fljótlega. Drægni Ford Transit Custom rafsendibílsins er allt að 327 km, hann er afturhjóladrifinn með 64kWh drifrafhlöðu.

Nánari upplýsingar

Í verðlistanum finnurðu ítarlegri upplýsingar um verð, búnað, stærðir, burðargetu og fleira.

Ford atvinnubílar

Transit sendibílalína hefur löngum sannað sig enda mest seldu sendibílar Evrópu. Sjáðu alla atvinnubílalínu Ford með því að smella hér.

Vefsýningarsalur Brimborgar

Skoðaðu Ford Transit Custom í vefsýningarsal Brimborgar, veldu bílinn sem þér hentar og sendu okkur fyrirspurn. Smelltu á rauða hnappinn "Hafðu samband" hér að ofan til hægri til að taka frá bíl eða fá nánari upplýsingar hjá söluráðgjafa, sem svarar um hæl.

Veldu traust umboð með einstöku vöru- og þjónustuframboði fyrir bíla- og tækjaflota.

Ford gæði frá Brimborg

Brimborg býður alla nýja Ford bíla með 5 ára ábyrgð og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu. Ábyrgðin er víðtæk verksmiðjuábyrgð sem gildir fyrir bæði fólksbíla og atvinnubíla Ford.

Með reglulegri þjónustu og 5 ára ábyrgð nýrra Ford bíla tryggir þú þér meira öryggi, lægri rekstrarkostnað, hærra endursöluvirði og hraðari endursölu. Til að viðhalda ábyrgðinni þarf að viðhalda bifreiðinni samkvæmt ferli framleiðanda eins og lýst er í eiganda og þjónustuhandbók bílsins. Mæta þarf á 12 mánaða fresti í þjónustuskoðun.

Allt um rafbíla

Brimborg hefur tekið saman ítarlegt efni um hleðslustöðar og hleðsluhraða rafbíla sem og ívilnanir stjórnvalda við kaup á rafbílum. Smelltu á hnappana hér fyrir neðan og kynntu þér málið.

Hagnýtar upplýsingar um hleðslu og hleðsluhraða

Hagnýtar upplýsingar um verð og ívilnanir

Hvað kostar að setja upp hleðslustöð

Hvað kostar að hlaða rafbíl