Brimborg og Ford á Íslandi afhentu Krabbameinsfélaginu styrk

24.11.2023
content image

Árni Reynir Alfreðsson, forstöðumaður markaðsmála & fjáröflunar hjá Krabbameinsfélaginu tók við styrknum fyrir hönd Bleiku slaufunnar. Á myndinni með Árna eru Lilja Þrosteinsdóttir, markaðsstjóri Ford á Íslandi, og Aníta Ósk Jóhannsdóttir, markaðstjóri Brimborgar.

Jólin komu snemma í ár hjá Brimborg og Ford á Íslandi þegar við fórum og afhentum Krabbameinsfélagi Íslands styrk uppá 350.000 kr. Upphæðinni var safnað þannig að við hvern skráðan reynsluakstur á fagurbleikum Ford Mustang Mach-e rafmagnsbíl rann andvirði Bleiku slaufunnar (3.500 kr.) til málefnisins. Bleika slaufan er árlegt árverkni- og fjáröflunarátak Krabbameins­félagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum.

Það er óhætt að segja að viðtökurnar hafi verið góðar og var virkilega gaman að sjá bleika bílinn lýsa upp skammdegið fyrir eins mikilvægt málefni og Bleika slaufan er.

Það var mikil ánægja með samstarfið, bæði hjá viðskiptavinum og starfsmönnum Brimborgar og Ford á Íslandi, enda allir ánægðir að fá tækifæri til þess að vekja athygli á málefni sem snertir svo marga.

Þú getur kynnt þér Mustang Mach-E rafbílinn hér:

Mustang Mach-E

Myndir: Sergiusz Thor Miernik og Sigurður Möller Sívertsen (mynd frá afhendingu).