Ford atvinnubílar mest seldu atvinnubílarnir á Íslandi 2020
Ford atvinnubílar eru mest seldu atvinnubílarnir á Íslandi. Samkvæmt vef Samgöngustofu voru árið 2020 nýskráðir atvinnubílar 997 alls og þar af voru Ford bílar 203 sem gerir 20,4% af heildarmarkaðinum.
Vinsældir Ford atvinnubíla hafa verið miklar undanfarin ár á Íslandi og Ford Transit sendibílar hafa verið söluhæstir í Evrópu ár eftir ár.
Ford Transit sendibílar eru frægir fyrir að vera ríkulega búnir staðalbúnaði og eru m.a. með Bluetooth, olíumiðstöð með tímastillingu (alltaf heitir á morgnana), spólvörn, brekkubremsu og aksturstölvu.
Ford leggur sérstaka áherslu á að Ford atvinnubílar séu skemmtilegir í akstri, að öll stjórntæki séu innan seilingar og það fari vel um ökumann og farþega sem gerir aksturinn öruggari og skemmtilegri. Ford atvinnubíla fjölskyldan hentar öllum sem eru í flutningum hvort sem það sé með farm eða fólk. Þeir eru hannaðir út frá þörfum notenda og því allt rými og aðgengi úthugsað.
Ford atvinnubílar eru traustir og öryggir og með 5 ára ábyrgð. Þeir hafa komið sérlega vel út í öryggisprófunum hjá EuroNcap og Brimborg leggur sérstaka áherslu á framúrskarandi þjónustu við atvinnubíla enda mikilvægt að halda hjólum atvinnulífsins gangandi.
Breið lína atvinnubíla
Atvinnubílar Ford fást í nánast öllum stærðum, allt frá litlum sendibílum upp í mjög stóra sendibíla, vinnuflokkabíla, öfluga pallbíla og hópbifreiðar.
Sendibílar og vinnuflokkabílar
Sendibíllinn Ford Transit Connect er minnstur en þó með allt að 3,63 rúmmetra flutningsrými og burðargeta er allt að 580 kg. Næstur er Ford Transit Custom sem er stærri eða með allt að 8,3 rúmmetra flutningsrými og hefur það stórt hleðslurými að það rúmar allt að 3 Euro pallettur og burðargeta allt að 1.033 kg. Stærstur er svo Ford Transit Van sem er stór og harðgerður og burðargeta er allt að 1.453 kg og allt að 15,1 rúmmetra flutningsrými. Að auki eru það Ford Transit pallbílarnir sem sameina bæði styrk og gæði vörubíla sem og sveigjanleika og skilvirkni smærri atvinnubíla og eru fáanlegir með 3 og 7 manna vinnuflokkahúsi. Allir þessir bílar eru fáanlegir sjálfskiptir og Transit Van og pallbílarnir með fjórhjóladrifi, en þá eru þeir beinskiptir.
Pallbílar
Nýr og mikið breyttur Ford Ranger var frumsýndur hér vorið 2020 og naut strax gríðarlegra vinsælda og varð strax annar mest seldi pallbíllinn á Íslandi árið 2020. Ford Ranger er fjórhjóladrifinn og sérlega sterkbyggður og er nú með enn meiri tækni en nokkru sinni fyrr. Nýr Ford Ranger fæst í þremur búnaðarútfærslum eða Raptor og Wildtrak með 2ja lítra 213 hestafla 4ra strokka sparneytinni dísilvél sem togar 500 Nm og nýrri háþróaðri 10 gíra sjálfskiptingu og XL útgáfu með 2ja lítra 170 hestafla 4ra strokka sparneytinni dísilvél sem togar 420 Nm og 6 gíra beinskiptingu.
Hópbifreiðar
Í hópbifreiðum eru það Ford Transit Bus , 12 til 18 manna rútur, sérlega liprir og þægilegir bílar.
Traustir og öryggir
Eigendur Ford atvinnubíla hafa í áratugi sett traust sitt á styrk, virkni og áreiðanleika. Ford atvinnubílar hafa fengið fjölda verðlauna enda vinnuþjarkar, sparneytnir og þekktir fyrir lága bilanatíðni. Nú síðast hlutu Ford atvinnubílar fyrstu verðlaun Parkers New Car Awards 2021 fyrir Sendibíl ársins, Besta millistóra sendibílinn og Besta pallbílinn. Sjá nánar um þessi verðlaun með því að smella hér .
Ford atvinnubílar hafa einnig komið sérlega vel út í öryggisprófunum hjá EuroNcap og oftar en ekki trónað í efsta sæti. Nýverið var gerð sérstök öryggisprófun sendibíla Euro NCAP, en hún var sú fyrsta sinnar tegundar og var gerð meðal 19 söluhæstu sendibíla Evrópu. Öryggistæknin í Ford Transit og Transit Custom fékk mikið lof frá Euro NCAP. Sjá allar niðurstöður öryggisprófana sendibílanna Euro NCAP hér .
Þjónusta
Brimborg leggur mikla áherslu á framúrskarandi þjónustu við atvinnubílaeigendur og er með sérstakt atvinnubílaverkstæði sem og hraðþjónustu til að þjónusta þessa bíla sem best enda atvinnutæki þar sem má lítið út af bera. Brimborg leggur metnað í að eiga eiga alltaf til þá varahluti sem þarf til að halda Ford atvinnubílnum í rekstri þannig að þjónusta á verkstæði stoppi aldrei.
Brimborg er framarlega í rafrænum lausnum til að þjónusta viðskiptavini sína og því er auðveldlega hægt að
panta tíma á verkstæði
Ford beint á vefnum eða í appi í símanum og viðkomandi fær fljótlega staðfestingu í sms með nánari leiðbeiningum.
5 ára ábyrgð
Brimborg býður nú alla nýja Ford bíla sem keyptir eru hjá Brimborg með 5 ára ábyrgð . Ábyrgðin er víðtæk verksmiðjuábyrgð sem gildir fyrir bæði fólksbíla og atvinnubíla. Með reglulegri þjónustu og viðtækri verksmiðjuábyrgð nýrra Ford bíla frá Brimborg tryggir þú þér meira öryggi, lægri rekstrarkostnað, hærra endursöluvirði og hraðari endursölu.
Skoðaðu úrval Ford atvinnubíla í Vefsýningarsalnum með því að smella á hnappana hér fyrir neðan.