Ný kynslóð af Ford Transit Custom er væntanleg til landsins!
Ford Transit Custom var mest seldi sendibílinn í Evrópu árið 2022, áttunda árið í röð! Nú eru spennandi tímar fram undan því með haustinu kemur ný kynslóð Ford Transit Custom á götur landsins.
Til að byrja með fæst sendibíllinn með dísilvél og hann verður núna einnig fáanlegur fjórhjóladrifinn (AWD).
Árið 2024 koma svo fyrstu E-Transit Custom 100% rafsendibílarnir , með allt að 380 km drægni samkvæmt WLPT-staðlinum.
Færanleg skrifstofa!
Nú er ekkert mál að nota sendibílinn sem skrifstofu á meðan þú ert á ferðinni því það er mjög þægilegt að athafna sig í honum. Ford SYNC 4 kerfið er með frábæra 5G tengingu, tengist auðvitað við snjallsímann þinn, er með 13“ snertiskjá og hjálpar þér að finna bestu leiðina á áfangastað. Frábær hönnun á innra rými sendibílsins býður upp á mjög hentugt pláss til að geyma raftækin þín á milli sætanna og þar eru líka auka USB-tengi fyrir þau.
Síðast en ekki síst hefurðu möguleikann á að halla stýrinu og nota það sem skrifborð, eða þér til þæginda þegar þú ert að fá þér hádegismat!
Snjöll hönnun
Hlutföllin í hönnun nýs Ford Transit Custom eru þægilegri en áður, með lægra og því þægilegra innstigi. Hámarkshæð bílsins er tveir metrar svo það er gott að ganga um hann og hann kemst auðveldlega til dæmis inn í bílakjallara.
Framúrskarandi ökumannsaðstoð
Nýr Ford Transit er útbúinn „Active Park Assist“, framúrstefnulegri 360° myndavél með tvískiptum skjá sem gerir það auðvelt að leggja við þröngar aðstæður s.s. í bílastæðahúsum.
Lyklalaust aðgengi og ræsing
Þú þarft ekki að róta í vösunum til að finna lykilinn, komast inn í bílinn og ræsa hann, því Ford Transit Custom er með lyklalaust aðgengi og ræsingu.
Það eru auðvitað margir búnir að vera að bíða eftir nýrri útgáfu af Ford Transit Custom og nú er biðin brátt á enda. Við bendum áhugasömum um að senda okkur línu í gegnum fyrirspurnarformið og við höfum samband með nánari upplýsingar.
Við erum að vinna í að setja nánari upplýsingar um búnað og verðlista fyrir nýjan Ford Transit Custom á vefinn okkar.