Ford Capri hlýtur 5 stjörnur í árekstrarprófunum Euro NCAP
Ford Capri rafbíllinn skarar fram úr!
Nú hafa niðurstöður úr árekstrarprófunum Euro NCAP stofnunarinnar litið dagsins ljós, og Ford Capri rafbíllinn fékk hæstu einkunn – fimm stjörnur ⭐⭐⭐⭐⭐.
Þetta er stór áfangi fyrir Ford Capri rafbílinn, sem hefur vakið athygli fyrir glæsilega hönnun, tæknilega fullkomnun og framúrskarandi aksturseiginleika.
Niðurstöðurnar undirstrika gæði bílsins og styrkja stöðu hans í sínum flokki.
Ford Capri er kominn til Íslands
Ford Capri er sportlegur og stílhreinn rafbíll sem státar af einstöku jafnvægi á milli krafts og hagnýtingar. Hann býður upp á framúrskarandi drægni og einstaklega hraða hleðslugetu:
- Select útfærslan: allt að 550 km drægni.
- Premium útfærslan: allt að 520 km drægni.
- Hleðslutími frá 10–80% tekur einungis 20 mínútur í öflugri hraðhleðslustöð.
Meiri þægindi og pláss fyrir alla
Ford Capri býður upp á rými og þægindi sem henta fjölskyldum mjög vel. Hann er rúmgóður bæði fyrir farþega og farangur, með snjallri nýtingu innanrýmisins. Skottið er stórt og MegaConsole geymsluhólfið í miðjustokknum bætir við auka geymsluplássi fyrir stærri hluti.
Bílar tilbúnir til reynsluaksturs
Fyrstu Ford Capri bílarnir verða afhentir á næstu dögum, og þú getur bókað reynsluakstur til að upplifa þetta magnaða ökutæki hér á vefnum okkar.
Tryggðu þér bíl fyrir áramót og nýttu 900.000 kr. rafbílastyrk.