Ford Explorer rafmagnsjeppinn hlýtur 5 stjörnur í árekstrarprófunum Euro NCAP
Nú eru komnar niðurstöður úr árekstrarprófunum Euro NCAP stofnunarinnar og Ford Explorer rafmagnsjeppinn hlaut hæstu einkunn, fimm störnur ⭐⭐⭐⭐⭐
Niðurstöðurnar eru enn ein skrautfjöðrin í hatt þessa magnaða bíls sem vakið hefur nú þegar mikla athygli fyrir framúrskarandi búnað og verð.
Viðtökurnar á Íslandi hafa verið frábærar og fyrstu sendingar uppseldar en við eigum ennþá nokkra lausa bíla til afhendingar í október.
Ford Explorer, fjórhjóladrifni rafmagnsjeppinn, er kominn til landsins og fyrstu bílar verða afhendir á næstu dögum, auk þess sem bílar verða tilbúnir í reynsluakstur frá mánudeginum 16. september.
Hafðu samband við söluráðgjafa
Skoðaðu laus eintök í vefsýningarsal
Í Select útfærslunni af Ford Explorer rafmagnsjeppanum er hann með allt að 566 km drægni og í Premium útfærslunni með allt að 532 km drægni. Það tekur einungis 25 mínútur að hlaða bílinn frá 10-80% í hraðhleðslustöð.
Ford Explorer er ótrúlega rúmgóður bæði fyrir ökumann og farþega. Í skottinu er ríflegt pláss fyrir farangur og í MegaConsole geymslunni á milli framsæta er líka hægt að geyma stóra hluti.