Ford Explorer rafmagnsjeppinn hlýtur Red Dot hönnunarverðlaunin 2024
Ford Explorer, fjórhjóladrifni rafmagnsjeppinn, varð fyrsta rafknúna ökutækið til að ferðast í kringum jörðina eftir margra mánaða ferðalag sem lauk í mars síðastliðnum, en ferðin var farin á forframleiðslueintaki. Í júní hófst fjöldaframleiðsla á nýrri útfærslu af Explorer í rafbílamiðstöðinni í Köln í Þýskalandi, sem þýðir að Evrópubúar fá nú enn einn spennandi valkostinn á vaxandi markaði rafbíla. Útfærslan hefur þegar byrjað að sanka að sér verðlaunum.
Hafðu samband við söluráðgjafa
Skoðaðu laus eintök í vefsýningarsal
Ford Explorer, fjórhjóladrifni rafmagnsjeppinn, hefur nú hlotið Red Dot hönnunarverðlaunin 2024, ein stærstu hönnunarverðlaun heims. Red Dot verðlaunin veita viðurkenningu á fjölbreyttum sviðum eins og vöru-, vörumerkja- og samskiptahönnun, frumgerðum og hönnunaráætlunum. Verðlaunin hafa verið veitt í yfir 60 ár og eru valin af sérfræðingum í hönnun sem hittast árlega til að velja vinningshafa. Explorer var valinn fyrir þessa virtu viðurkenningu vegna margvíslegra eiginleika.
„Hannaður með framtíðarlegt útlit og bandarískan stíl, býður nýr Ford Explorer, fullrafmagnaður, upp á óaðfinnanlega stafræna upplifun fyrir evrópskan markað og er miðaður að tæknivæddum notendahópi,” skrifuðu dómnefnd Red Dot verðlaunanna um valið. „Hið fullkomlega tengda SYNC Move upplýsinga- og afþreyingarkerfi með hreyfanlegum 14,6 tommu skjá samþættir bæði Apple CarPlay og Android Auto, og spilar tónlist í gegnum hátalara í hljóðstöng. Háþróuð akstursaðstoðartækni og sportleg, upphituð sæti bjóða upp á hámarks þægindi. Ford Explorer heillar með sláandi sportjeppahönnun að utan og yfirburða tæknilegri innréttingu.“
Murat Güler, aðalhönnuður Explorer rafmagnsjeppans, sagði: „Við lögðum áherslu á einfaldleika í hönnun með skýrum grafískum þáttum sem endurspegla og túlka á ný hönnunareinkenni bandarísku Ford Explorer táknmyndarinnar. Bíllinn sameinar nútímalegt, hreint útlit með áður óþekktu notagildi.“