Hulunni hefur verið svipt af Ford Capri rafbílnum

10.07.2024
content image

Ford í Evrópu hefur nú kynnt glænýjan og rafknúinn Ford Capri, táknmynd sem blandar glæsilegri arfleið við nýjustu tækni í rafbílaheiminum. Capri býður upp á akstursupplifun sem er einstök, öflug og umhverfisvæn.

Lestu meira um Ford Capri

Hafðu samband við söluráðgjafa

Nýi Ford Capri státar af kraftmiklum afköstum, þar sem hann fer úr 0-100 km/klst á aðeins 5.3 sekúndum og hefur drægni upp á allt að 592 km á fullri hleðslu. Hleðslutími er aðeins 26 mínútur fyrir 10-80% hleðslu ef miðað er við hámarks hleðsluafköst bílsins sem eru 200kW í hraðhleðslu (DC). Þessar hleðslutímatölur miðast við fjórhjóladrifinn Capri Select með Extended Range rafhlöðu. Raunverulegur hleðslutími og hleðsluhraði fer eftir tegund og afköstum hleðslustöðva sem notaðar eru, sem og öðrum þáttum, þar á meðal veðri, umhverfishitastigi, ástandi og hita drifrafhlöðunnar o.fl.). Hleðslutími og drægni Ford Capri tryggja að þú getir haldið áfram akstrinum með lágmarks töfum.

Hönnunin er bæði sportleg og straumlínulöguð, með einstökum litum eins og Vivid Yellow. Innréttingin er hágæða og nýtískuleg, með 14,6" SYNC Move skjá og allt að 567 lítra farangursrými. Öryggisbúnaðurinn inniheldur blindsvæðisskynjara, viðvörun um hindrun við útgöngu og Dynamic Matrix LED aðalljós.

Nýi Ford Capri kemur í tveimur útfærslum: Capri Select og Capri Premium. Capri Select er búinn 19" álfelgum og 17-lítra geymsluhólfi á milli sæta, en Capri Premium býður upp á 20" álfelgur, ambient lýsingu, 10 hátalara B&O hljóðkerfi og handfrjálsan afturhlera.

Lestu meira um Ford Capri

Hafðu samband við söluráðgjafa