Nýtt met! Ford Explorer er fyrsti rafbíllinn sem ekið er hringinn í kringum heiminn
Ævintýrakonan Lexie Alford (@LexieLimitless) setti í dag opinbert met með því að vera fyrsta manneskjan sem ekur í kringum allan heiminn á rafknúnu farartæki, nýjum Ford Explorer rafmagnsjeppa.
Lexie ók nýjum Ford Explorer yfir marklínuna sem var í Nice, Frakklandi, bílalestina leiddu eldri goðsagnarkenndir Ford bílar ásamt núverandi gerðum sem koma til með að móta framtíðarstefnu fyrirtækisins.
„Ford vill vekja upp ástríðu gagnvart rafbílum í Evrópu. Það er nóg til af leiðinlegum bílum og jeppum þarna úti. Nýi Explorer er til merkis um einstakan persónuleika Ford, sem er stimplaður á hvern bíl í þessari frábæru bílalest,“ sagði Jim Farley, forstjóri Ford, sem var viðstaddur hátíðarhöldin. „Við erum stolt af því að setja á markað þennan nýja alrafmagna jeppa sem er hannaður sérstaklega fyrir vegi og viðskiptavini í Evrópu, og augljóslega fær um að flytja þig á hvaða stað sem er í heiminum.
Ótrúleg ferð Ford Explorer rafmagnsjeppans náði yfir sex heimsálfur, en hann ók meira en 30.000 kílómetra í gegnum 27 lönd, eingöngu á raforku. Baráttan við rafmagnsleysi í Afríku, skort á hleðsluinnviðum í Atacama-eyðimörkinni í Chile, óbyggða vegi, fjallaskörð og frost, sannaði heldur betur hversu mikið afrek ferðalagið var í rafknúnu ökutæki.
Farartækið sem Lexie keyrði var forframleiðsluútgáfa af Ford Explorer rafmagnsjeppa sem nú verður innan fárra daga hægt að panta á Íslandi. Á meðan á ferðinni stóð notaði hún margvíslegar hleðslulausnir, allt frá 2,2 kw riðstraumstengjum til DC hraðhleðslutækja og færanlegs rafhlöðupakka.
Nánari upplýsingar um verð og búnað nýja Ford Explorer jeppans fyrir íslenska markaðinn eru væntanlegar innan fárra daga en áhugasamir geta sent inn fyrirspurn og verið fyrstir til að fá allar upplýsingar sendar þegar nær dregur.
Lestu um Ford Explorer rafmagnsjeppann
Í ferðinni treysti Lexie á MegaConsole geymslurýmið á milli sætanna sem getur geymt þrjár 1,5 lítra flöskur, upphitað ökumannssæti og raddstýrt SYNC Move upplýsinga- og afþreyingakerfi með stillanlegum snertiskjá.
Ford á Íslandi óskar að sjálfsögðu Lexie til hamingju með glæsilegt og alveg einstakt met á heimsvísu! Eins og sjá má á þessu afreki þá er alveg óþarfi að hafa drægnikvíða á ferðalögum.