SÉRPÖNTUN

Ford Bronco er Íslendingum mjög vel kunnugur enda var hann óhemjuvinsæll fyrir nokkrum áratugum og hans helstu aðdáendur hafa engu gleymt. Hönnuðir nýja Ford Bronco sóttu innblástur í gamla útlitið frá árinu 1966 og héldu í hrátt yfirbragð og ævintýraandann sem vissulega liggur yfir jeppanum.

Allt frá árinu 1966 þegar Ford Bronco kom fyrst fram á sjónarviðið hefur jeppinn verið táknmynd frelsis og ævintýra. Líkt og forðum daga er auðvelt fyrir notendur að breyta jeppanum eftir aðstæðum hverju sinni. Til dæmis er hægt að fjarlægja hurðir og þak af bílnum. Hafðu samband við söluráðgjafa Ford á Íslandi fyrir nánari upplýsingar um sérpantanir á Ford Bronco. 

Helstu eiginleikar

Ford Bronco Wildtrak

Ford Bronco Wildtrak er stórkostlegur bíll bæði innan- og utanbæjar. Hann er auðvitað hannaður til að standa sig sem allra best á ójöfnum og krefjandi fjallavegum eða við misgóð akstursskilyrði en það kemur á óvart hversu þægilegur hann er einnig innanbæjar. 

Ford Bronco Wildtrak er hlaðinn framúrskarandi búnaði. Hann er 330 hestöfl, með 2.7L EcoBoost vél og tíu gíra sjálfskiptingu. Hann er með diskabremsur á öllum hjólum með ABS og skriðvörn, auk H.O.S.S. 2.0 fjöðrunar með Bilstein dempurum. Rafdrifin læsing er á fram- og afturdrifi og bíllinn er á 17" álfelgum með 35" Mud-Terrain dekkjum.

Ford Bronco er að sjálfsögðu einstakur þegar kemur að akstri í erfiðum aðstæðum. Hann er búinn bæði sérstakri beygjuaðstoð og hraðastilli fyrir krefjandi akstur (Trail control / Trail assist) og er með möguleikanum á eins fetils akstri (Trail 1-Pedal Drive), fólki til ómældra þæginda.  

Það sem er óneitanlega spennandi við Ford Bronco eru stillanlegir akstursmátar og fjöðrun (Terrain Managemant System), svokallaðar G.O.A.T (Goes Over All Terrain) stillingar. Í Wildtrak útgáfunni eru: Normal, Sport, Eco, Slippery, Sand, Mud/Ruts stillingar til að leika sér með.   

Innréttingin er með hágæða Wildtrak leðuráklæði, upphitanlegum framsætum og rafdrifnu ökumannssæti sem er stillanlegt á tíu vegu. Einnig fer vel um fólk í farþegasætinu því það er einnig rafdrifið og stillanlegt á átta vegu. Ökumaður og farþegar njóta svo Bang&Olufsen hljóðkerfis sem er með tíu hátalara og bassakeilu.

content image

Ford Bronco Raptor

Ford Bronco Raptor er nýjasta viðbótin í Ford Bronco línunni og býður upp á óviðjafnanlega blöndu af krafti og getu til að takast á við erfiðustu aðstæður. Með 418 hestafla 3.0 EcoBoost vél, breyttu fjöðrunarkerfi og sérstökum Raptor eiginleikum, er þessi bíll hannaður fyrir þá sem vilja fara út fyrir hefðbundin akstursmörk.

Ford Bronco Raptor er búinn stórum 37 tommu dekkjum sem gefa honum framúrskarandi veghald og getu í torfærum, á meðan háþróaður fjöðrunarbúnaðurinn tryggir slétta og örugga ferð í mismunandi landslagi. Bíllinn er einnig búinn sérstökum Raptor innréttingum, sem samanstanda af endingargóðum og þægilegum efnum sem standast erfiðar aðstæður.

Með Ford Bronco Raptor færðu ekki bara torfærugetu heldur einnig stíl og þægindi fyrir daglegan akstur. Þetta er bíllinn fyrir þá sem vilja taka þátt í ævintýrum og upplifa frelsi úti í náttúrunni, án þess að fórna þægindum og gæðum.

content image
content image