Ökumannsaðstoðarkerfið vann til gullverðlauna Euro NCAP
Í Ford E-Transit Van er mikil áhersla lögð á ökumannsaðstoð en hún er auðvitað lykillinn að því að vernda vegfarendur, ökumann og bílinn sjálfan. Ökumannsaðstoðarkerfið í sendibílnum felur í sér árekstrarvörn sem skynjar einnig gangandi vegfarendur, hraðastilli með hraðatakmarkara og veglínuskynjara svo eitthvað sé nefnt. Einnig er Ford E-Transit Van með brekkuaðstoð, upphitanlega framrúðu og veltivörn. Ökumannsaðstoðarkerfið hlaut gullverðlaun Euro NCAP.
Tengdu FordPass við FordPass Connect til að sjá fjölbreytt úrval snjallra eiginleika. Þegar bíllinn þinn er tengdur á hann samskipti við umheiminn og appið lætur þig vita um ástand bílsins og tryggir þér örugga og snjalla akstursupplifun. Appið er með marga þægilega möguleika eins og fjarlæsingu og fjarræsingu fyrir köldu morgnana, auk þess að sýna þér staðsetningu bílsins.
Ráðgjafar Ford Pro á Íslandi taka vel á móti þér þegar þú kemur og prófar Ford E-Transit. Búðu þig undir skemmtilega upplifun, því bíllinn hefur verið algjörlega endurhannaður að innan og sjón er sögu ríkari.